25 Október 2024 11:40
Brot 79 ökumanna voru mynduð í Skógarseli í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Skógarsel í norðurátt, við Þverársel. Á einni klukkustund, um hádegi, fóru 139 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 56%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 50 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sjö óku á 60 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 64.
Vöktun lögreglunnar í Skógarseli er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.