17 Október 2024 08:00
Lögreglan á Vesturlandi verður með stóra æfingu í dag, fimmtudaginn 17. október. Æfingin fer fram á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.
Sérsveit, Fjarskiptamiðstöð, samningahópur RLS og Menntasetur Ríkislögreglustjóra taka þátt og munu sjúkraflutningar HVE ásamt Slökkviliði Akranes og Hvalfjarðarsveitar einnig taka þátt í æfingunni.
Við vonum að þetta valdi ekki óþægindum og að vegfarendur sýni þessu skilning og virði fyrirmæli lögreglunnar ef á reynir.