17 Ágúst 2010 12:00
Maður sá sem hefur verið í haldi lögreglu síðan í gær í tengslum við rannsókn á andláti Hannesar Þórs Helgasonar, hefur verði látinn laus. Ekki þóttu efni til að að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum.
Rannsókn málins heldur áfram en á fjórða tug lögreglumanna vinna að henni. Eins og áður hefur komið fram hafa fjölmargir verið yfirheyrðir og þeirri vinnu ekki lokið. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagnaöflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hafa hafa borist frá almenningi og verið er að vinna úr þeim eftir því sem tilefni er til.