19 Ágúst 2024 16:42
Ein arðbærasta grein afbrota og skipulagðrar glæpastarfsemi eru netsvik. Með netsvikum er hægt að stunda glæpi langt út fyrir landamæri og heimsálfur. Það sem þeir sem stunda netsvik þurfa að kunna er þrennt.
• Að leggja öngla og net
• Að skapa trúverðuga svikamyllu
• Að flytja peninga hratt og hylja slóð þeirra
Í dag hafa okkur borist tilkynningar um að netafbrotamenn koma fram undir merkjum Klapp kortanna í Strætó. Auglýsingarnar birtast á samfélagsmiðlum og flytja þig yfir á heimasíðu sem kemur upp eins og Klapp á netvafrara:
Það setur fyrir þig 3 spurningar og síðan færðu verðlaun – og einmitt af því að það er svindl þá fá allir verðlaun.
Hér er ágætt dæmi um svona vefveiðar/phishing svindl sem miðar að því að misnota greiðslukort brotaþola, því ef einhver skráir kortið þá mun talsvert hærri greiðsla verða tekin út;
AUGLJÓS HÆTTUMERKI.
1) Myndir/Emjoi í texta: Auglýsingar með slíku, dæmi 👇🇮🇸 eru oft vísbendingar um svindl, hvort sem þær eru í auglýsingum eða í skilaboðum frá vinum, sérstaklega ef þeir nota ekki svona venjulega.
2) Skrítnar netslóðir, Klapp en netslóðin er://d4poz7rh…. Þarna er mjög skrítin netslóð, líka á greiðslusíðunni: ballskybike.com/ac04…. Gefið ykkur tíma til að skoða netslóðir og stoppið ef ykkur lýst illa á þær eða þær stemma ekki.
3) Vond íslenska: Orðinu Félicitations! bregður fyrir en það er greinilega mistök svikaranna, „Farðu oft? ?“ í spurningu er heldur ekki rétt, og „LANGT ÁFRAM“ er líka skrítið.
Vonandi falla sem fæstir fyrir þessu svindli en endilega verið á varðbergi gagnvart þessu og öðrum álíka svindlum.