23 Júní 2010 12:00
Brot 4 ökumanna voru mynduð í Vesturbergi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturberg í suðurátt, miðja vegu á milli Suðurhóla og Norðurfells. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 97 ökutæki þessa akstursleið og því ók lítill hluti ökumanna, eða 4%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 61 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 63.
Eftirlit lögreglunnar í Vesturbergi var tilkomið vegna ábendinga frá íbúum um hraðakstur á þessum stað.