28 Júní 2010 12:00
Lögregla og tollgæsla fundu 20 lítra af amfetamínbasa í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fimmtudaginn 17. júní. Ökumaður bílsins, þýsk kona á fimmtugsaldri, var handtekin og sömuleiðis farþegi, þýsk kona á svipuðu reki. Með þeim í för var einnig sonur farþegans. Sá er 5 ára og var honum komið í hendur barnaverndaryfirvalda en drengurinn er nú kominn til síns heima í Þýskalandi. Konurnar voru úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 2. júlí. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en að því hafa einnig komið lögreglumenn frá bæði Seyðisfirði og embætti ríkislögreglustjóra auk tollvarða. Greint frá málinu síðdegis á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni við Hlemm. Smellið hér til að lesa nánar um málið.
Greint var frá málinu á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
20 lítrar af amfetamínbasa voru faldir í bifreið sem kom til landsins með Norrænu.