14 Júní 2024 13:54
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á veitingastað og heimili í miðborginni í gær. Aðgerðin var gerð í samvinnu við Skattinn, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu, Bjarkarhlíð og vinnustaðaeftirlit ASÍ vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brunavarnir, að ekki væru til staðar viðeigandi leyfi til starfseminnar og aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað. Þrír voru handteknir vegna málsins, en þeir voru síðan látnir lausir að loknum yfirheyrslum. Í kjölfar aðgerðanna lokaði heilbrigðiseftirlitið veitingastaðnum.
Rannsókn málsins heldur áfram en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um hana að svo stöddu.