26 Apríl 2010 12:00
Reykjanesbæ, 26. apríl 2010.
Fréttatilkynning frá Lögreglunni á Suðurnesjum
varðandi frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar o.fl.
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði o.fl. Rannsókn málsins hófst þann 09.04. s.l. en þá var lögregla kvödd á vettvang vegna þjófnaðar á verkfærakistu sem eigandinn hafði lagt frá sér á bílastæði við leikskóla í Reykjanesbæ. Það sást til þjófanna og bifreiðar þeirra og tókst lögreglu að finna bifreiðina skömmu síðar ásamt þýfinu.
Við rannsókn þjófnaðarmálsins komu fram upplýsingar um að einn þátttakenda hefði verið numinn á brott með valdi frá heimili sínu nóttina áður, haldið nauðugum í heimahúsi um nóttina og sætt þar hótunum, ýmsum líkamsmeiðingum og pyntingum af hálfu fimm aðila. Manninum var haldið áfram nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verkfærakistunni sem áður er vikið að. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld.
6 menn voru handteknir vegna rannsóknar málsins og húsleitir gerðar á nokkrum stöðum. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald allt til 16.04. sl. en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhaldi var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna, einn hóf afplánun refsingar og einum hefur verið sleppt.