1 Febrúar 2010 12:00
Brot 142 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum á einni viku eða frá 25. janúar til 1. febrúar. Vöktuð voru 13.703 ökutæki og því ók mjög lítill hluti ökumanna, eða 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Níu óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 112.
Niðurstaðan er svipuð fyrri hraðamælingum í Hvalfjarðargöngunum en brotahlutfallið í þeim verður að teljast mjög lágt.