31 Mars 2024 13:36
Páskahret hefur gert landsmönnum lífið leitt um helgina og gular veðurviðvaranir eru í gildi víða, þ.e. fyrir norðan, austan og á Ströndum. Það er því nauðsynlegt að kynna sér vel upplýsingar um færð og veður áður en lagt er af stað. Minnum sérstaklega á þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777, sem er opinn frá kl. 6.30 – 22 alla daga.
Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan 13-20 m/s í dag. Bjart með köflum og líkur á dálítilli snjókomu í kvöld. Vekjum athygli á því að á Kjalarnesi síðdegis geta hviður orðið allt að 30-35 m/s.
Förum varlega og komum heil heim.