6 Janúar 2010 12:00
Tveir karlmenn og ein kona, öll Litháar á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 3. febrúar vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli. Málið er rannsakað í samvinnu við lögregluyfirvöld í Færeyjum og Litháen með aðkomu Europol og tollyfirvalda á Íslandi. Tveir menn eru í haldi í Færeyjum og eru þeir einnig frá Litháen. Um er að ræða grun um innflutning á fíkniefnum sem falin voru í ökutæki. Efnin fundust við leit í bifreiðinni í Færeyjum en hún var þá á leið til Íslands. Um er að ræða um þrjú kg af metamfetamíni og um 4.200 MDMA töflur.