18 Janúar 2010 12:00
Dagana 11. til 14. janúar var haldið dyravarðanámskeið á Ísafirði fyrir þá sem sinna dyravörslu á veitinga- eða skemmtistöðum á norðanverðum Vestfjörðum. Námskeiðið var haldið í samvinnu lögreglunnar á Vestfjörðum, slökkviliðsstjórans á Ísafirði, verkalýðsfélags Vestfirðinga og Tryggingamiðstöðvarinnar.
Á námskeiðinu var farið yfir lög og reglugerðir sem snúa að veitingastöðum, eldvarnir, skyndihjálp, verkalýðsmálefni, tryggingar starfsmanna og annað sem snýr að réttindum og skyldum dyravarða.
Fimmtán dyraverðir sátu námskeiðið að þessu sinni og var meðfylgjandi mynd tekin við námskeiðsslit.