28 Janúar 2010 12:00
Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gær. Kona á fimmtugsaldri var stöðvuð fyrir þessir sakir í Skeifunni fyrir hádegi og nokkru síðar var karl á sextugsaldri tekinn á Snorrabraut af sömu ástæðu. Þess má geta að þau bæði höfðu þegar verið svipt ökuleyfi. Í gær voru sömuleiðis tveir ökumenn teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra, karl um fertugt, var stöðvaður á Háaleitisbraut en hinn, kona á þrítugsaldri, var tekin á Laugavegi. Í bíl konunnar fundust jafnframt munir sem taldir eru vera þýfi.