28 Janúar 2010 12:00
Svo virðist sem reglur um útivist hafi farið framhjá tveimur unglingsstúlkum sem lögreglan stöðvaði í Kópavogi á þriðja tímanum í nótt. Stelpurnar, báðar 13 ára, voru í gönguferð en ekki er ljóst hvert för þeirra var heitið. Í fyrstu reyndu þær að villa á sér heimildir og lugu til nafns. Botn fékkst þó í málið og var þeim ekið til síns heima þar sem rætt var við foreldra þeirra.