29 Desember 2023 11:26
Reglulega skapast umræður um svokallaðar skotkökur og samtengingar á þeim. Gott er að taka fram að allar breytingar á flugeldum frá því sem framleiðandi ætlar, eru bannaðar. Lögreglan hefur eftirlit með söluaðilum og gætir þess að þar sé reglum framfylgt, hvað varðar sölu á flugeldum og þeim tegundum sem eru í boði. Við viljum að lokum minna á mikilvægi þess að fara varlega með skotelda og vera alltaf með öryggisgleraugu.