19 Desember 2023 10:12

Könnun á reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa og viðhorfum til lögreglu var lögð fyrir landsmenn 18 ára og eldri í sumar. Segja má að könnunin sé þrískipt og skiptist í spurningar er snúa að:

  • Reynslu landsmanna af afbrotum, þar sem spurt er „varðst þú fyrir ofbeldi, kynferðisbroti, þjófnaði, innbroti, eignaspjöllum, netbroti, kynferðislegri myndbirtingu eða heimilisofbeldi á árinu 2022“
  • Öryggi íbúa, og þar er m.a. spurt um öryggi í eigin hverfi og í miðbæ Reykjavíkur
  • Viðhorfi til lögreglu; t.d. aðgengi, sýnileika og hvort/hvernig var leitað til lögreglu

Niðurstöðum er skipt í tvær skýrslur. Annars vegar svör fyrir allt landið, greindar eftir lögregluumdæmum. Hins vegar skýrsla fyrir höfuðborgarsvæðið, þar sem svör eru greind eftir hverfum innan höfuðborgarsvæðisins.

Þær má finna hér:

Reynsla landsmanna af afbrotum og viðhorf til lögreglu 2023

Reynsla höfuðborgarbúa af afbrotum og viðhorf til lögreglu 2023

Niðurstöður verða kynntar sérstaklega í janúar.

 

Nánar um rannsóknina

Netkönnun lögð fyrir af Gallup

Úrtak: Handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup, landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri

Stærð úrtaks: 4.134

Lögð fyrir 1.-22. júní 2023

Svarhlutfall: 52%

Gögn voru vigtuð með tilliti til kyns, aldur, menntunarstigs og búsetu