27 September 2023 20:53

Mánudaginn 2. október mun Almannavarnanefnd Austurlands í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra halda vinnustofu um ofanflóðamál á Austurlandi. Í kjölfar vinnustofunnar verður opinn upplýsingafundur um stöðu ýmissa ofanflóðaverkefna á Austfjörðum og umfjöllun vinnustofu um ofanflóðamál.

Fundurinn verður haldinn í Egilsbúð, Neskaupstað og hefst klukkan 17:00

Upplýsingafundur um stöðu ofanflóðaverkefna á Austurlandi

Dagskrá:

17:00-17:10      Lögreglustjórinn á Austurlandi býður gesti velkomna og segir frá vinnu lögreglunnar í ofanflóðamálum

17:10-17:25    Erindi frá Veðurstofu um vinnuna sem hefur farið fram frá því í apríl og það sem framundan er

17:25-17:35    Erindi frá Sveitarfélögunum um stöðu uppbyggingu ofanflóðavarna

17:35-17:45    Kynning á The HuT, Evrópuverkefni sem snýr að upplýsingum til íbúa á náttúruvársvæðum, kynning á vinnu við gerð vefsíðu.

17:45-18:00    Yfirferð á umræðum vinnustofu um ofanflóðamál fyrr um daginn.