31 Ágúst 2023 15:19

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við SMS svikaskilaboðum þar sem hlekkur fylgir sem fólk er hvatt til að ýta á. Þegar ýtt er á hlekkinn er fólk eftir atvikum beðið um að slá inn farsímanúmer og velja viðskiptabanka. Í kjölfarið kemur melding í farsíma þar sem beðið er um staðfestingu í gegnum rafræn auðkenni. Með þessum hætti er fólk að gefa óprúttnum aðilum aðgang að netbanka sínum. Þessir aðilar taka yfir netbanka fólks og tæma reikningana.

Undir engum kringumstæðum senda bankar á Íslandi hlekki til að skrá sig inn á netbanka. Lögregla hvetur fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þessum svikum sem oftar en ekki eiga sér stað um helgi eða utan opnunartíma bankanna.