18 Ágúst 2023 15:16

Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun, laugardaginn 19. ágúst, en hlaupnar verða fjórar mismunandi vegalengdir – maraþon, hálfmaraþon, 10 km og skemmtiskokk. Ræst verður á eftirfarandi tímum: 8.40, 9.40 og 12. Búist er við að þúsundir hlaupara taki þátt í Reykjavíkurmaraþoni, sem fer nú fram í 38. sinn.

Hlaupið hefur töluverð áhrif á umferðina og loka þarf götum á ákveðnum tímum af þeim sökum. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi, en greinargóðar upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu mótshaldara (rmi.is) og er fólk hvatt til að kynna sér þær. Reykjavíkurmaraþon – truflun á umferð

Meðfylgjandi er kort af hlaupaleiðum.