18 Ágúst 2009 12:00
Brot 193 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum á sex dögum eða frá 4. – 10. ágúst. Vöktuð voru 22.610 ökutæki og því ók mjög lítill hluti ökumanna, eða tæplega 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 83 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sjö óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 104.
Niðurstaðan er því afar jákvæð. Brotahlutfallið er mjög lágt og eins er meðalhraði hinna brotlegu (82,91) sá lægsti sem lögreglan hefur séð eftir vöktun af þessu tagi í Hvalfjarðargöngum.