24 Ágúst 2009 12:00
Karl um tvítugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á sprengjuhótun sem barst í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Ekki hefur reynst unnt að yfirheyra manninn vegna ástands hans. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.
Eins og fyrr segir barst sprengjuhótun í Borgarholtsskóla í hádeginu. Skólinn var þegar rýmdur og svæðið umhverfis hann girt af. Eftir ítarlega leit var ljóst að engin sprengja var innandyra og því var um gabb að ræða.