27 Ágúst 2009 12:00
Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um miðjan dag var tvítugur piltur stöðvaður fyrir þessar sakir á Sæbraut og í gærkvöld var tæplega þrítugur karl tekinn í Hafnarfirði af sömu ástæðu. Þá voru tveir piltar, 19 og 17 ára, handteknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sá eldri var stöðvaður í miðborginni og sá yngri á Miklubraut en með honum í bílnum voru þrír jafnaldrar hans. Einn þeirra reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum og var hann líka handtekinn og færður á lögreglustöð.