20 Júlí 2009 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för þriggja ökumanna í umdæminu um helgina en hinir sömu voru allir undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru tveir karlar, annar á þrítugsaldri en hinn tæplega fertugur, og 17 ára stúlka. Þau voru öll tekin á Vesturlandsvegi í gær en þess má geta að annar mannanna, sá yngri, var nýlega sviptur ökuleyfi.