28 Júní 2023 16:17
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heimsótti lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík í dag og átti þar góðan fund með yfirstjórn embættisins. Guðrún, sem varð þingmaður í Suðurkjördæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir tveimur árum, tók við ráðherraembætti í byrjun síðustu viku, en löggæsla er einn mikilvægra málaflokka sem heyra undir ráðuneyti hennar. Við þökkum ráðherranum kærlega fyrir komuna, en það var einkar ánægjulegt að taka á móti Guðrúnu Hafsteinsdóttur og föruneyti hennar.