5 Maí 2023 11:52
Lögreglan var við hraðamælingar á Þúsöld í Grafarholti í gær. Þar var brotahlutfallið 10%, sem telst ekki til sérstakra tíðinda, en hitt er alvarlegra að einn þeirra sem var staðinn að hraðakstri var grunnskólapiltur á rafhlaupahjóli. Hraði hjólsins mældist 59 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Vert er líka að nefna að pilturinn var hjálmlaus, sem og farþegi sem var með honum á hjólinu, en sá var piltur á svipuðu reki. Ekki þarf að hafa mörg orð um afleiðingar þess ef hjólreiðamanninum hefði fipast við aksturinn, en þá hefði þessi ökuferð endað mjög illa!