Frá vettvangi á gatnamótum Stakkahrauns og Dalhrauns.
18 Apríl 2023 14:18

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 9. – 15. apríl, en alls var tilkynnt um 31 umferðaróhapp í umdæminu.

Laugardaginn 8. apríl kl. 23.50 féll hjólreiðamaður af rafhlaupahjóli á mótum Njarðargötu og Sóleyjargötu í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvunarakstur, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 12. apríl. Kl. 9.19 var bifreið ekið austur Flatahraun í Hafnarfirði, inn á Reykjavíkurveg og í veg fyrir bifhjól sem var ekið norður Reykjavíkurveg. Ökumaður bifreiðarinnar fór af vettvangi án þess að huga að bifhjólmanninum, en hann missti stjórn á hjólinu og féll í götuna þegar ekið var í veg fyrir hann. Bifhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 10.12 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Dalhrauns og Stakkahrauns í Hafnarfirði. Í aðdragandanum virti annar ökumannanna ekki biðskyldu og ók í veg fyrir hinn. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.