25 Apríl 2023 15:22
Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sex þeirra höfðu þegar verið sviptur ökuleyfi, en auk þess stöðvaði lögreglan för tveggja annarra réttindalausra ökumanna. Annar hafði sömuleiðis þegar verið sviptur ökuleyfi og hinn aldrei öðlast ökuréttindi. Einn úr þessum hópi var á stolnum bíl og annar var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir komuna á lögreglustöð, en viðkomandi hefur ítrekað brotið af sér með þessum hætti undanfarið. Tólf umferðarslys og óhöpp voru jafnframt skráð hjá lögreglu á sama tímabili, en í tveimur tilvikum komu við sögu aðilar sem voru ölvaðir á rafhlaupahjólum.
Um helgina voru enn fremur tólf líkamsárásir tilkynntar til lögreglu, þar af tvær alvarlegar, og farið var í átta útköll vegna heimilisofbeldis. Fimm innbrot voru skráð, eitt rán og nokkrir búðaþjófnaðir, auk þess sem þremur bifreiðum var stolið í umdæminu.