18 Mars 2009 12:00
Eins og fyrr sagði voru brot 7 ökumanna mynduð á Kirkjuvöllum en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt, á milli Berjavalla og Ásbrautar. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 52 ökutæki þessa akstursleið og því óku 13% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 47 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði, hraðahindranir og gangbrautir. Þrír óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 62.
Fyrir nákvæmlega ári var lögreglan við hraðamælingar á þessum sama stað á Kirkjuvöllum. Þá óku hlutfallslega miklu fleiri of hratt eða yfir afskiptahraða, eða 77%. Meðalhraði hinna brotlegu var sömuleiðis hærri í fyrra, eða 48 km/klst. Þessa jákvæðu þróun á milli ára má ekki síst þakka sveitarfélaginu en hraðahindrandi aðgerðir þess hafa greinilega skilað góðum árangri.