1 Apríl 2023 12:14
Árið 2019 var lögum um frið vegna helgihalds nr. 32/1997 breytt þannig að ekki er lengur bannað að hafa opna skemmtistaði, halda dansleiki eða einkasamkvæmi á veitingastöðum eða öðrum stöðum þar sem almenningur hefur aðgang að um bænadaga og páska. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur spil fara fram. Ekki er um takmarkanir að ræða varðandi opnun á skemmtistöðum, aðrar en leyfi þeirra ber með sér.