5 Febrúar 2009 12:00
Tvö innbrot í fyrirtæki í miðborginni voru tilkynnt til lögreglunnar í gær. Á öðrum staðnum braut þjófurinn rúðu til að geta teygt sig í afgreiðslukassann en sá hafði ekki ýkja mikið upp úr krafsinu. Á hinum staðnum saknaði eigandinn einkum drykkjarvara en þjófurinn hafði bæði gos og áfengi á brott með sér. Þá var tveimur tölvum, auk ýmissa annara muna, stolið úr íbúðarhúsi í borginni en lögreglu tókst að endurheimta flesta hlutina fljótt og vel og koma þeim aftur í réttar hendur. Þá var Ipod stolið úr bíl í vesturbænum og í Hafnarfirði var geislaspilari tekinn úr bíl í bænum.