18 Febrúar 2009 12:00
Brot 108 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, að Rauðarárstíg. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 971 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 11%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 73 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sex óku á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 87.
Á áðurnefndum hluta Miklubrautar hafa orðið nokkur umferðaróhöpp og var vöktunin m.a. tilkomin vegna þess.