10 Janúar 2023 12:40
Ert þú í 7.bekk? Búðu til stuttmynd um slagsmál, tælingu, samþykki eða nektarmynd sem verður sýnd á UngRÚV í febrúar!
Langar þig að búa til stuttmynd sem verður sýnd á UngRÚV?
Taktu þátt í Sexunni, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7.bekk grunnskóla landsins. Stuttmyndin á að fjalla um birtingarmyndir stafræns ofbeldis: nektarmynd, slagsmál, tælingu eða samþykki. Stuttmyndin má mest vera 3 mínútur og þú hefur tíma til að senda hana inn til og með 31.janúar 2023. Þú finnur allt sem þú þarft að vita um stafrænt ofbeldi og kvikmyndagerð hér fyrir neðan.
Til að eiga meiri líkur á að myndin verði sýnd í sjónvarpi er betra að taka myndina upp í „landscape“ formatti en það má líka taka upp í „portrait“. Þrjár bestu myndirnar verða sýndar á vef UngRÚV í kynfræðsluvikunni, vikuna 6.-10.febrúar nk og verðlaunamyndirnar fá veglegan verðlaunabikar!
Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk.
Við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt fyrir hönd ykkar skóla og festa þannig viðburðinn í sessi sem árlegan, skapandi vettvang til að takast á við stafrænt ofbeldi á meðal ungmenna.
Hér getur þú hlaðið upp stuttmyndinni þinni. Mundu að myndin má mest vera 3 mínútur að lengd og það er betra að taka myndina upp í „landscape“. Senda inn stuttmynd.