31 Desember 2022 16:58
Eins og fram hefur komið var ákveðið að heimila tendrun í brennum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, en þó með þeim fyrirvara að veðurspáin taki ekki breytingum. Þegar þetta er ritað er útlitið ágætt hvað það varðar, en veðrið mun hins vegar versna á nýársnótt. Af þeirri ástæðu hefur verið gefin út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðisins og gildir hún frá miðnætti og til klukkan fjögur í nótt. Þá er spáð vestan 13-18 m/s með éljagangi, en í nótt má búast við takmörkuðu eða lélegu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Og að síðustu minnum við á mikilvægi þess að fara varlega með skotelda og vera alltaf með öryggisgleraugu við þær aðstæður.