15 Desember 2008 12:00
Fyrstu tíu mánuði ársins komu sautján svokölluð steramál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar af tólf síðla sumars og í haust. Samtals hefur verið lagt hald á um 10 þúsund steratöflur og liðlega 1.200 millilítra af sterum í vökvaformi. Um er að ræða stera sem tollyfirvöld fundu í bréfum eða pökkum en þeir sem stóðu að þessum sendingum lögðu talsvert á sig við að leyna innihaldinu, m.a. með því að koma sterunum í umbúðir af ólíklegasta tagi. Innflutningur stera er óheimill og varðar við brot á lyfjalögum.
Ýmsar leiðir eru reyndar til að koma sterum til landsins.