15 Nóvember 2022 10:12
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi í síðasta mánuði. Um bílveltu var að ræða í tveimur tilvikum en rafskútuslys í hinu þriðja. Fjórir slösuðust í þessum þremur slysum.
Þann 8. október ók ökumaður austur þjóðveg 1 í Möðrudal. Þar missti hann stjórn á bifreið sinni sökum hálku. Bifreiðin, sem búin var sumardekkjum, fór nokkrar veltur utan vegar og staðnæmdist um þrjátíu metra frá vegöxl. Tveir voru í bifreiðinni og slösuðust nokkuð. Fluttir með sjúkrabifreið á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum.
Önnur bílvelta varð 20. október á Vakursstaðarvegi utan Vopnafjarðar. Ökumaður missti þar stjórn á bifreið sinni á malarvegi. Orsök liggja ekki fyrir. Ökumaður var einn í bifreiðinni og slapp án teljandi meiðsla. Honum sinnt af lækni á Vopnafirði.
Þá féll ungur piltur af rafskútu á leið niður brekku á Egilsstöðum. Slasaðist á ökkla. Fluttur á heilsugæsluna á Egilsstöðum með sjúkrabifreið.
Umferðarslysum hefur fjölgað lítillega á Austurlandi það sem af er ári, miðað við sama tíma árin 2019 til 2021 en eru heldur færri en árin þar á undan. Ekkert slys hefur enn verið skráð í þessum mánuði. Með samstilltu átaki og aðgæslu getum við haldið því þannig.