5 Nóvember 2008 12:00
Karl á þrítugsaldri er laus úr haldi lögreglu en hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 16. október í tengslum við rannsókn á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og síðan í áframhaldandi gæsluvarðhald en er nú laus úr haldi, eins og fyrr segir. Tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á fertugsaldri, sitja hinsvegar enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sama máls.