31 Október 2008 12:00
Í síðustu viku var kveðið upp dómsorð í Héraðsdómi Reykjavíkur en karl á þrítugsaldri var þá dæmdur fyrir þjófnað og ítrekaðan sviptingar, ölvunar- og fíkniefnaakstur. Maðurinn var dæmdur í 6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og hann sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá var bifreið hans gerð upptæk til ríkissjóðs en það er í fyrsta sinn sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fer fram á slíkt.
Smellið hér til að lesa dóminn.