17 Ágúst 2022 14:09

(English below)

Góðan dag.

Tilkynning send út daglega eftir fund viðbragðsaðila kl. 8:30.

 

Eldgosasvæðið í Meradölum er lokað.   Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar á safetravel.is á slóðinni:   https://safetravel.is/eldgos

 

Samkvæmt talningu Ferðamálstofu fóru 4847 um gossvæðið í gær.  Sjá nánar á heimasíður Ferðamálastofu:  https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/ferdamenn-a-islandi/gosslod-geldingadalir  Gera má ráð fyrir að þessar tölur séu mun hærri.

Rólegt var á vakt lögreglu og björgunarsveita í gær og aðeins þrjú atvik skráð.  Göngumenn sem höfðu meitt sig lítilega.

Spá veðurvaktar fyrir daginn:

Suðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s og talsverð rigning. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Ekkert útivistarveður er á meðan veðrið gengur yfir.

 

Lokað er inn á svæðið í dag á meðan veðrið gengur yfir.  Lögregla mun senda út tilkynningu þegar svæðið verður opnað að nýju.

 

Good morning.

 

Daily announcement sent out after the response party’s meeting at 8:30.

 

The eruption site in Meradalir is closed.   Please familiarize yourself with the instructions on safetravel.is at the URL:   https://safetravel.is/eldgos

 

According to the Icelandic Tourism Board’s count, 4847 people visited the eruption site yesterday.  For further information see the Icelandic Tourism Board’s website:  https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/ferdamenn-a-islandi/gosslod-geldingadalir  It can be assumed that these numbers are much higher.

 

Police and search and rescue teams were on duty yesterday and only three incidents were recorded.  Hikers who had injured themselves slightly.

 

The weather watch’s forecast for the day:

Southeast gale or storm, 15-23 m/s and considerable rain. Expect very sharp wind gusts near mountains, localized over 30 m/s. Caution for vehicles that take on strong winds. Not suitable for outdoor activities while the weather passes.

 

The area is closed today while the weather passes.  Police will send out an announcement when the area is reopened.