15 Ágúst 2022 12:52
Í kvöld er stefnt á að fræsa og malbika hringtorg á Vesturlandsvegi við Langatanga í Mosfellsbæ. Vesturlandsvegi verður lokað á milli Skarhólabrautar og Reykjavegar meðan á þessu stendur, en verktími er áætlaður frá kl. 20 til 2 í nótt. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp, en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.