1 Júlí 2008 12:00
Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, sex á laugardag og fimm á sunnudag. Tíu voru teknir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þetta voru níu karlar á aldrinum 20-70 ára og þrjár konur, 19, 28 og 38 ára. Fjórir karlanna eru á þrítugsaldri, þrír á fertugsaldri, einn á sextugsaldri og einn á áttræðisaldri. Fjórir af þessum ökumönnum reyndust jafnframt vera próflausir.
Um helgina tók lögreglan tvo ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna en báðir voru stöðvaðir í Reykjavík aðfaranótt mánudags. Fyrst var karl á þrítugsaldri tekinn fyrir þessir sakir í Lágmúla og skömmu síðar voru höfð afskipti af ökumanni á Sæbraut. Sá er um fimmtugt og var hann einnig undir áhrifum fíkniefna.