10 Maí 2008 12:00
Karl á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið rán í útibúi Landsbankans á Bæjarhrauni í Hafnarfirði sl. miðvikudag en maðurinn var handtekinn í gærkvöld. Hann var einn að verki.
Strax eftir ránið var lýst eftir ræningjanum og síðar sama dag birtu fjölmiðlar myndir sem náðust af honum í bankanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar þeirra þátt í að upplýsa málið en myndbirting og umfjöllun fjölmiðla aðstoðaði við að hafa hendur í hári ræningjans.