16 Maí 2008 12:00
Fimmtudaginn 15. maí s.l. var starfsdagur tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu haldinn í húsakynnum Lögregluskóla ríkisins en þar er góð aðstaða til staðar, hvort sem er fyrir bóklega kennslu eða verklegar æfingar.
11 starfsmenn tæknideildar, tveir kennarar Lögregluskóla ríkisins, ásamt Matthias Voisard, réttarmeinafræðingi Landspítalans, tóku þátt í starfsdeginum. Viðfangsefnið þennan dag var blóðrannsóknir en einnig fór fram þjálfun í að ljósmynda í myrkri. Sömuleiðis var fjallað um blóðferlagreiningu sem Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, hefur sérstaklega kynnt sér.
Á myndinni má sjá þátttakendur fylgjast með verklegri æfingu.