6 Febrúar 2022 17:27
Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu eru nú að kafa í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia kafbát á vatninu. Á sónarmyndinni sést myndform sem mögulega gætu verið útlínur mannslíkama og þykur nauðsynlegt að skoða frekar. Vegna þessa má búast við auknum aðgerðum á vatninu um tíma.
Aðstandendur hafa verið upplýstir um stöðu mála og að atvik sem þessi muni koma upp á næstu dögum ef sónarmyndir gefa tilefni til þess að eitthvað sé skoðað nánar.