16 Apríl 2008 12:00
Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Sex voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þetta voru sex karlar á aldrinum 20-66 ára og ein kona, um fimmtugt.
Sextán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í gær en tvö þeirra má rekja til ölvunaraksturs. Flest óhöppin voru minniháttar en í einhverjum tilvikum þurfti þó að flytja fólk á slysadeild. Í einu tilfelli var um afstungu að ræða.