16 Apríl 2008 12:00
Fíkniefni fundust við húsleit í Laugardalshverfinu um kvöldmatarleytið í gær. Talið er að um sé að ræða bæði kókaín og marijúana, nálægt 30 grömmum, og einnig hassolíu, u.þ.b. 150 ml. Einnig var lagt hald á 200 þúsund krónur í peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl um fertugt var handtekinn vegna rannsóknar málsins.
Við leitina naut lögreglan aðstoðar fíkniefnaleitarhunds frá tollgæslunni. Hundurinn kom að mjög góðum notum enda voru fíkniefnin vandlega falin.