25 Janúar 2022 15:05
Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 16. – 22. janúar, en alls var tilkynnt um 21 umferðaróhapp í umdæminu.
Sunnudaginn 16. janúar kl. 14.54 var bifreið ekið vestur Heiðmerkurveg þegar ökumaður missti stjórn á henni í mikilli hálku og rann bifreiðin út af sunnan við veginn. Bifreiðin hafnaði á stórgreinóttu tré sem fór í framrúðu og topp bifreiðarinnar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Föstudaginn 21. janúar kl. 8.20 var reiðhjóli hjólað austur hjólastíg á hægri akrein stígsins meðfram Sæbraut. Á móts við Kringlumýrarbraut hjólaði hjólreiðamaðurinn á yfirgefið rafmagnshlaupahjól, sem skilið hafði verið eftir og lá það þversum á miðjum hjólastígnum. Hjólreiðamaðurinn, sem var með öryggishjálm, féll fram fyrir sig við áreksturinn og á stíginn Hann var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.