5 Janúar 2022 15:35
Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á „gulri“ viðvörun Veðurstofu sem gildir frá 21:00 til 23:00 í kvöld og „appelsínugulri“ viðvörun sem gildir frá 23:00 í kvöld til kl. 04:00 í nótt vegna veðurs á suðvestanverðu landinu og á miðhálendinu. Fólk er hvatt til að huga að lausamunum og tryggja að þeir geti ekki fokið. Samhliða þessu er mikil ölduhæð og sjávarstaða á háflóði, sem er um kl. 21:00 í kvöld og svo aftur um kl. 09:00 í fyrramálið, einnig há og því rétt að gæta að frágangi báta í höfnum. Eins biðjum við ferðaskipuleggjendur að hafa ölduspána sérstaklega í huga í og við Reynisfjöru. Nánar á vef veðurstofu og upplýsingar um færð á vef vegagerðarinnar. Þá er spá um ölduhæð t.d. aðgengileg hér