27 Desember 2021 14:26
Í aðdraganda jóla og yfir hátíðar hafa líklega margir verið á faraldsfæti og átt notalegar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Aðsókn í sýnatökur hér á Austurlandi hefur verið minni nú yfir hátíðarnar en undanfarið. Það skýrist trúlega að hluta af styttri opnunartíma og færri flugferðum með sýnin suður. Nú þegar venjulegur opnunartími í sýnatökur er aftur til staðar þá hvetur aðgerðastjórn fólk til að fara í PCR sýnatöku við fyrsta tækifæri ef einhver einkenni gera vart við sig, sama hversu lítilvæg þau eru. Þegar fólk er með einkenni er ekki nægilega nákvæmt að styðjast eingöngu við heimapróf eða sjálfspróf heldur er mælt með PCR sýnatöku. Hægt er að bóka einkennasýnatöku á www.heilsuvera.is eða hafa samband við næstu heilsugæslustöð.
Höldum áfram að auka öryggi okkar sjálfra og samborgarana með sýnatöku og ekki síður um jól og áramót.