9 Desember 2021 17:06
Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 6. janúar, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn er grunaður um fjölmörg brot gegn börnum, þ.e. blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot. Einnig fyrir að reyna að mæla sér mót við börn í kynferðislegum tilgangi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglustjóra eins og hún var sett fram, þ.e. að uppfyllt séu skilyrði um að ætla megi að kærði haldi áfram brotum á meðan málum hans er ekki lokið og að nauðsynlegt sé að verja aðra gegn brotum hans. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.