4 Febrúar 2008 12:00
Rán var framið í útibúi Glitnis í Lækjargötu í Reykjavík nú á tíunda tímanum, eða skömmu eftir að bankinn opnaði. Karlmaður vopnaður exi ógnaði starfsfólki og hafði síðan eitthvað af fjármunum á brott með sér. Ræninginn, sem er talinn vera á aldrinum 20-25 ára, er hvítur á hörund. Hann er fölleitur og með kringluleitt andlit. Maðurinn var klæddur í gráa hettupeysu og með svarta húfa þar undir. Hann var í svörtum jakka utanyfir og bar svört sólgleraugu. Talið er að ræninginn, sem er enn ófundinn, sé um 175 sm á hæð en hann var með svartan og gráan bakpoka meðferðis. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.